28. ágúst 2024 kl. 9:30
Innlendar fréttir
Atvinnulíf

2,6% atvinnuleysi í júlí

Mynd úr safni. Tengist fréttinni ekki beint.RÚV

Atvinnuleysi mældist 2,6% í júlí samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Án atvinnu voru 6.200 manns.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar og eru tölurnar árstíðarleiðréttar.

Atvinnuleysi minnkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða og hlutfall starfandi jókst um 1,3 prósentustig. Þegar horft er til júlímánaðar á síðasta ári hefur atvinnuleysi minnkað um heilt prósentustig.

Hlutfall starfandi í síðasta mánuði var 80,7% og atvinnuþátttaka var 82,9%. Hlutfall starfandi jókst um 1,3 prósentustig og atvinnuþátttaka jókst um 1,1 stig.