Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu. Víða verður léttskýjað en austanlands og allra syðst á landinu verður skýjað að mestu og líkur á stöku skúrum. Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig en kólnar heldur norðan til.
Á morgun er spáð hægviðri og léttskýjuðu. Eftir það gengur í norðanátt með éljum á Norður- og Austurlandi en áfram verður bjartviðri sunnan heiða. Það lægir svo og hlýnar heldur undir helgi.