22. september 2024 kl. 7:56
Innlendar fréttir
Veður

Átakalítið veður

Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu. Víða verður léttskýjað en austanlands og allra syðst á landinu verður skýjað að mestu og líkur á stöku skúrum. Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig en kólnar heldur norðan til.

Á morgun er spáð hægviðri og léttskýjuðu. Eftir það gengur í norðanátt með éljum á Norður- og Austurlandi en áfram verður bjartviðri sunnan heiða. Það lægir svo og hlýnar heldur undir helgi.

Sjókvíaeldi í Kvígindisdal. Sjókvíarnar birtast sem fljótandi hringir úti á firðinum, nokkrir metrar í þvermál. Við þá kvína sem er lengst til vinstri á myndinni er rauður þjónustubátur. Í bakgrunni sést klettótt strönd fjarðarins. Léttskýjað er og bjart yfir, dimmblár sjórinn er sléttur.
Aðsend