Starfsfólk Tónlistarskóla Ísafjarðar samþykkti að boða til verkfalls 29. október. Aðgerðirnar eru hluti af verkfallshrinu í níu skólum; fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og Tónlistarskóla Ísafjarðar, náist samningar ekki fyrir þann tíma.
Allt félagsfólk, í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar á Ísafirði, sem tók þátt í atkvæðagreiðslunni samþykkti verkfallsboðun. Kjörsókn var rúmlega 83 prósent. Verkfallinu lýkur 20. desember náist samningar ekki í millitíðinni.
Ríkissáttasemjari hefur boðað viðræðunefnd Kennarasambands Íslands og samninganefndir sveitarfélaga og ríkisins, til fundar á þriðjudag.
Barn í gítarkennslu. Mynd úr safni.RÚV/Landinn / Jóhannes Jónsson