Landsmenn um þingrof og stjórnarslit: „Ég held að flestum sé létt“
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra bar upp tillögu í gær um þingrof og stjórnarslit og vill kosningar í lok nóvember. Ákvörðun hans virðist ekki hafa komið landsmönnum á óvart.
Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi sem flest sagði þetta hafa verið rökrétta niðurstöðu. Einn sagðist feginn og fagna því að ný ríkisstjórn tæki við stjórnartaumunum innan skamms. Hjónabandið á stjórnarheimilinu hafi verið stormasamt að undanförnu.