19. október 2024 kl. 13:05
Innlendar fréttir
Vesturland
Rafmagnslaust í Borgarfirði
Það er víða rafmagnslaust í Borgarfirði vegna tveggja bilana. Við Hvanneyri fór strengur í sundur sem olli bilun út frá Vatnshömrum í átt að Borgarnesi. Einnig er bilun við Varmaland upp að Högnastöðum. ekki er vitað hvað henni veldur.
Vinnuflokkar eru á leiðinni á staðinn. Á meðan verður rekstri kerfisins breytt til að koma rafmagni á í Borgarnesi og hjá flestum notendum. Hvanneyri verður lengur úti og einnig verður rafmagnslaust lengur í Þverárhlíð. Það gæti tekið um fjóra tíma að laga bilunina við Hvanneyri.
Breytt 13.18: Rafmagn er komið á í Borgarnesi. Enn er rafmagnslaust á Hvanneyri og í Þverárhlíð