22. október 2024 kl. 11:10
Innlendar fréttir
Dómstólar

Þarmur stóð út úr sári eftir manndrápstilraun

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir tilraun til manndráps í febrúar 2021. Honum er gefið að sök að hafa veist að og stungið annan mann með hnífi í kviðinn og þannig reynt að bana honum.

Maðurinn hlaut opið stungusár á kviðvegg og stóð tíu sentimetra langur þarmur út úr sárinu.

Saksóknari krefst þess að hinum ákærða verði dæmd refsing og greiðsla alls sakarkostnaðar. Þess er jafnframt krafist að ákærði greiði manninum tvær milljónir króna í skaðabætur sem og þóknun réttargæslumanns sé hún ekki greidd úr ríkissjóði.

Héraðsdómur Reykjavíkur
RÚV