23. október 2024 kl. 7:05
Innlendar fréttir
Veður

Rigning eða slydda víðast hvar á landinu

Austlæg átt verður á landinu og verður vindur á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu. Það verður rigning eða súld á sunnanverðu landinu lengst af yfir daginn og hiti verður á bilinu 3 til 8 stig.

Sums staðar fyrir norðan má búast við snjókomu eða slyddu. Síðdegis mun þó byrja að hlýna þar og má þá búast við rigningu.

Á morgun snýst vindur í norður og norðvestur og verður vindhraði á bilinu 10 til 18 metrar á sekúndu, mestur á norðanverðu landinu. Þá er einnig von á rigningu en ekki suðaustanlands.

Lægð sem hefur valdið núverandi veðri fjarlægist landið á morgun og má þá búast við að það kólni en dragi úr rigningu.

RÚV / Óðinn Svan