3. nóvember 2024 kl. 16:45
Innlendar fréttir
Leit og björgun

Mikill viðbúnaður eftir slys í Tungufljóti

Alvarlegt slys varð í Tungufljóti, nálægt Geysi, síðdegis. Mikill viðbúnaður fór í gang og voru straumvatnsbjörgunarhópar boðaðir frá björgunarsveitum á svæðinu og af höfuðborgarsvæðinu auk þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkrabifreiða frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Viðbragðsaðilar náðu viðkomandi upp úr ánni og var hann fluttur með sjúkrabifreið af vettvangi.

Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.

Þyrla landhelgisgæslunnar
RÚV / Bragi Valgeirsson

Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum.