Athugið að þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul

Gæludýraeigendur vilja breytingar á reglum um innflutning dýra

Erla María Davíðsdóttir

,

Loðnir ferfætlingar og eigendur þeirra fjölmenntu fyrir utan matvælaráðuneytið í dag og kröfðust þess að starfandi ráðherra tæki til endurskoðunar reglugerð um innflutning gæludýra. Eigendur fengu vilyrði fyrir því að starfshópur yrði stofnaður.

Icelandair hætti að flytja gæludýr með farþegaflugi þann 1. nóvember, í samræmi við breytta reglugerð Matvælastofnunar um innflutning hunda og katta, sem tók gildi í apríl. Samkvæmt breytingunni er óheimilt að flytja dýrin til landsins í farþegarými flugvéla. Þau má hins vegar flytja með vöruflutningavélum. Hingað til hefur Icelandair flutt inn langstærstan hluta af þeim hundum og köttum sem hingað koma.