Kosningaumfjöllun Morgunútvarpsins: Samfylkingin og Miðflokkurinn
„Ég held að stóra myndin verði sú að útlendingamálin verða stór í umræðunni næstu þrjár vikurnar, orkumálin verða það, ríkisfjármálin og húsnæðismálin svo ég rammi nú inn þessi fjögur kjarnamál,“ sagði Bergþór Ólason aðspurður um helstu áhersluatriði fram að kosningum.
Alma taldi upp endurheimt efnahagslegs stöðugleika, húsnæðismálin og heilbrigðismálin sem helstu áhersluatriði Samfylkingarinnar.
„Ég held það sé kosið um að fá nýtt upphaf stórhuga stjórnmála, vinnu í þágu almannahags en ekki sérhagsmuna og eða hvort við viljum sjö ár í viðbót af því sama.“
Morgunútvarpið ræðir við hina ýmsu frambjóðendur allra flokka fram að kosningum.