Athugið að þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul

Oddvitar í Reykjavíkurkjördæmi suður tókust á

Ásta Hlín Magnúsdóttir

,

Oddvitar flokkanna sitja fyrir svörum í Kjördæmaþáttum Ríkisútvarpsins. Þátturinn í kvöld er í beinni útsendingu frá Útvarpshúsinu Efstaleiti sem er í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þar verða málefni sem brenna á kjósendum í kjördæminu rædd.

Stjórnendur þáttarins eru Anna Kristín Jónsdóttiri og Magnús Geir Eyjólfsson. Þátttakendur eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir fyrir Framsóknarflokk, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrir Viðreisn, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Inga Sæland fyrir Flokk fólksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir fyrir Sósíalistaflokkinn, Snorri Másson fyrir Miðflokkinn, Kári Allansson fyrir Lýðræðisflokkinn, Björn Leví Gunnarsson fyrir Pírata, Jóhann Páll Jóhannsson fyrir Samfylkingu og Orri Páll Jóhannsson fyrir Vinstri græn.