Íslenskan hot, flækjur gervigreindar not
„Menning og skapandi greinar eru stórkostlegt efnahagsmál. Íslensk stjórnvöld fjárfesta í þeim þáttum, reyndar líka íþróttum. Við erum heimsmeistarar í því tilliti,“ segir Njörður Sigurjónsson, doktor í menningarstjórnun.
„Íslenskan er kjarnaatriði í íslenskri menningarpólitík. Nú í kosningabaráttunni er þetta það svið menningarinnar sem er til umræðu. Flokkar til hægri hafa áhuga á að styðja við íslenskuna á meðan vinstra megin er áhersla á meiri inngildingu.“
Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar rýndi í stöðu fjölmiðla nú um stundir: „Ég held að fjölmiðlar hafi aldrei verið jafn mikilvægir eins og núna vegna þess að við almenningur höfum ekki tíma til að staðreyna allt sem við sjáum. Fjölmiðlarnir hafa þá það hlutverk á sama tíma og tekjur þeirra minnka.“