Skæð fuglaflensa hefur greinst í mávi sem fannst við Reykjavíkurtjörn. Mávurinn var fangaður og síðar aflífaður og Tilraunastöð Háskóla Íslands staðfesti að um smit var að ræða.
Matvælastofnun greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Þar segir einnig að almenningur sé beðinn um að tilkynna tafarlaust um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum til Matvælastofnunar.