19. nóvember 2024 kl. 21:43
Innlendar fréttir
Dómstólar
Ákærur í umferðarlagabrotum rafrænar
Ákærur í umferðarlagabrotum er nú hægt að senda rafrænt frá lögreglu til dómstóla og boðun í dóm birtist í pósthólfi þess ákærða á island.is. Hingað til hafa ákærur verið fluttar á pappír milli einstaklinga og stofnana.
Þetta er fyrsta skrefið í því að bæta aðgengi að upplýsingum og gögnum fyrir fólk sem er með mál til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið er að sams konar ferli verði viðhaft um flest sakamál.