20. nóvember 2024 kl. 9:59
Innlendar fréttir
Kjaramál
Kennarar ræða við ríki og sveitarfélög
Samningafundur í kjaradeilu kennara við ríkið og sveitarfélögin stendur yfir hjá ríkissáttasemjara.
Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði í samtali við fréttastofu að of mikið væri að segja að eitthvað hefði mjakast í gær, þó væri verið að tala saman og segist hún vonast til þess að dagurinn verði góður við samningaborðið.
Áhersla á að finna viðmiðunarhópa fyrir kennara á almennum markaði var í gær lögð til hliðar sem varð það til þess að samningafundir hófust á ný eftir nokkurt hlé. Verkfall er nú í tíu skólum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, auk eins tónlistarskóla.