27. nóvember 2024 kl. 19:36
Innlendar fréttir
Vestfirðir

Norðanhríð á Vestfjörðum

Gul viðvörun er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum til klukkan tvö eftir miðnætti. Þar er spáð norðan hvassviðri, allt að 20 metrum á sekúndu. Þessu fylgir snjókoma með lélegu skyggni og versnandi færð.

Veðurstofan varar við því að þetta sé vafasamt ferðaveður.

Viðvörun vegna norðanhríðar á Vestfjörðum táknuð með gulum lit á korti Veðurstofu Íslands.
Veðurstofan