3. desember 2024 kl. 12:58
Innlendar fréttir
Ísafjarðarbær

Sigríður Júlía nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verður næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Forveri hennar í starfi, Arna Lára Jónsdóttir, náði kjöri á Alþingi í nýafstöðnum kosningum. Arna Lára hefur verið bæjarstjóri frá 2022.

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Aðsent / Ísafjarðarbær

Sigríður Júlía situr í bæjarstjórn og hefur verið bæði forseti bæjarstjórnar og formaður skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar að auki hefur hún síðustu misseri verið skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Hún starfaði áður hjá Skógræktinni.

Sigríður mun hefja störf sem bæjarstjóri 7. janúar.