Stefnt er að því að borgarsjóður Reykjavíkur verði rekinn með 1.300 milljóna króna afgangi á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar sem var samþykkt í kvöld. Stefnt er að því að borgin verði rekin með vaxandi afgangi næstu fimm ár, samkvæmt fimm ára fjárhagsáætlun borgarinnar sem var einnig afgreidd í kvöld.
Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur borgarinnar verði 199 milljarðar króna og rekstrargjöld 185 milljarðar.
Fundur borgarstjórnar Reykjavíkur í sumar.RÚV / Guðmundur Bergkvist