5. desember 2024 kl. 16:27
Innlendar fréttir
Sveitarfélagið Vogar

Guðrún P. Ólafsdóttir nýr bæjarstjóri í Vogum

Guðrún P. Ólafsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum. Ráðning hennar var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær og hún tekur formlega gildi að loknum bæjarstjórnarfundi í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.
Guðrún P. Ólafsdóttir, nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins VogaAðsent / Sveitarfélagið Vogar

Guðrún hefur verið starfandi bæjarstjóri frá því að Gunnar Axel Axelsson lét af störfum. Hún er með M.Sc.-gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og Cand.Oecon.-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá sama skóla. Hún starfaði áður við fjármála- og rekstrarstjórnun og í fjárfestingabankastarfsemi.