Aurflóð hafa fallið á Vestfjörðum í kvöld. Klukkan átta rann lítið aurflóð úr Eyrarhlíð yfir Hnífsdalsveg. Vegurinn var opnaður aftur eftir að Vegagerðin hreinsaði hann. Um klukkan níu féll aurflóð í Bjarnardal í Önundarfirði yfir veginn sem liggur upp á Gemlufallsheiði. Hann var því lokaður þar til Vegagerðin lauk hreinsun.
Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, biður vegfarendur á Vestfjörðum að hafa varann á, hætta sé á að grjóthruni úr Súðavíkurhlíð, Kirkjubólshlíð og Raknadalshlíð. Sama á við í Ísafjarðardjúpi, Reykhólasveit og á Ströndum. Hann segir erfitt að sjá grjót sem fellur á vegi í myrkrinu.