Viðgerð á Víkurstreng er lokið og ekki er von á frekari rafmagnstruflunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rarik.
Strengurinn slitnaði þar sem hann lá undir Skógaá aðfaranótt mánudags vegna mikilla vatnavaxta. Rafmagnslaust var í Vík og Mýrdal fram á kvöld þann dag þegar varaafli var komið á.
Á myndinni hér að neðan má sjá hluta af þeim strengjum sem tengdir voru.