Tveir voru handteknir vegna líkamsárásar á sportbarnum Álfinum í Breiðholti í gær. Svo virðist sem barefli hafi verið notað við árásina, að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Hún segir að mennirnir hafi ekki enn verið yfirheyrðir. Samkvæmt heimildum Vísis er grunur um að hamri hafi verið beitt við árásina, einn var fluttur á slysadeild en er ekki alvarlega særður.