Tuggið tyggjó og rifnir bæklingar meðal gjafa í pakkasöfnun hjálparstofnana
Framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar biðlar til þeirra sem vilja styðja pakkasöfnun hjálparstofnana að gefa gjöf sem nýtist. Alltof mörg dæmi séu um ónothæfar gjafir sem eigi heldur heima í endurvinnslunni.
Í aðdraganda jóla eru margir sem vilja láta gott af sér leiða. Þeir fara í Kringluna, pakka inn pakka, merkja hann og leggja við jólatréð, þar sem hjálparstofnanir standa fyrir pakkasöfnun fyrir fjölskyldur sem þurfa aðstoð fyrir jólin.
En þrátt fyrir fallegar umbúðir þá kemur það fyrir að innihald pakkans er ekki jafn fallegt.