19. desember 2024 kl. 12:57
Innlendar fréttir
Menntamál

Margrét Jónsdóttir Njarðvík áfram rektor á Bifröst

Stjórn Háskólans á Bifröst hefur boðið dr. Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor að framlengja ráðningu hennar um fimm ár, eða frá 1. ágúst 2025 til 1. júlí 2030. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum.

Margrét hefur verið rektor frá árinu 2020. Í tilkynningu segir að skólinn hafi tekið miklum breytingum undir stjórn hennar og beri þar hæst fjármál skólans en fyrirtækið er nú komið í hóp fyrirmyndarfyrirtækja Creditinfo. Þá hafi gæðamál tekið stakkaskiptum. Ákveðið hefur verið að selja háskólasvæðið á Bifröst og hafa samningar náðst við HMS um fasteignir í Borgarfirði. Fréttastofa fjallaði um skólahúsnæðið í upphafi árs.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík nýr rektor á Bifröst frá 1. júní 2020
Samsett