23. desember 2024 kl. 18:51
Innlendar fréttir
Samgöngur

Olíubíll valt í Seyðisfirði

Olíuflutningabíll frá fyrirtækinu Olíudreifingu fór út af veginum og valt í utanverðum Seyðisfirði upp úr hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi urðu engin slys á fólki og engin olía lak úr bílnum.

Flughált hefur verið í Seyðisfirði í dag, en engin önnur slys hafa þó orðið vegna hálku.

Olíubíll á hliðinni í Seyðisfirði.
Guðjón Sigurðsson