23. desember 2024 kl. 9:07
Innlendar fréttir
Suðurland
Rafmagnslaust við Flúðir
Rafmagnslaust er við Flúðir vegna bilunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Verið er að leita að biluninni.
Rafmagnsbilun er í Keldum við Stokkseyri og viðgerð stendur yfir. Vonast er til að rafmagn komist á um klukkan hálfellefu.
Það er rafmagnsbilun á Mýralínu frá Ferjubakka að Hítardal á Vesturlandi. Verið er að leita að biluninni.