26. desember 2024 kl. 22:46
Innlendar fréttir
Veður

Holta­vörðu­heiði lokuð og eins veg­ur­inn um Súða­vík­ur­hlíð

Holtavörðuheiði hefur verið lokað af öryggisástæðum. Mynd úr safni.RÚV / Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Holtavörðuheiði er lokuð af öryggisástæðum og vegna slæms veðurútlits. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er lokaður vegna snjóflóðahættu og vegurinn um Ísafjarðardjúp milli Súðavíkur og Skötufjarðar er lokaður.

Dynjandisheiði er einnig lokuð að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Ófært er um Krýsuvíkurveg og hálka, hálkublettir eða jafnvel snjóþæfingur er á mörgum vegum víðs vegar um land.