7. janúar 2025 kl. 5:35
Innlendar fréttir
Höfuðborgarsvæðið
Köstuðu snjó á rjúkandi bílvél
Snögg viðbrögð ökumanns og farþega forðuðu frekara tjóni þegar mikill reykur kom upp úr vél bíls í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var í fyrstu haldið að eldur hefði komið upp í bílnum en líklega hefur olía lekið í vélinni með fyrrgreindum afleiðingum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að fólkið hafa brugðist við með því að kasta snjó á vélina. Engin slys urðu á fólki en eitthvað tjón varð á bílnum.
Þá var einnig tilkynnt um eld í garði í Mosfellsbæ eftir að friðarkerti var leyft að loga á borði. Að sögn slökkiliðsins var eldurinn minni háttar og engin slys urðu á fólki.