„Þau þurfa að standa við orð sín og sýna það með gjörðum en ekki bara orðum“
Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir samstöðugöngu með Palestínu í dag. Hópurinn safnaðist saman á Hlemmi í Reykjavík klukkan tvö og gekk niður Laugarveg og á Austurvöll, þar sem haldinn var útifundur.
Þetta er fyrsti samstöðufundurinn sem félagið stendur fyrir frá því að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa. Þess var krafist að ný ríkisstjórn efni gefin loforð og grípi til aðgerða gegn þjóðarmorði Ísraels í Palestínu.