Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu skömmu eftir klukkan sex í morgun.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að um 40 skjálftar hafi greinst í hrinunni til þessa. Hún er í norðvestanverðri öskjunni „og þykir nokkuð óvenjuleg“.
Á Veðurstofunni er unnið að því að greina jarðskjálftagögnin.
Í gær hófst hlaup í Grímsvötnum. Dæmi eru um að eldgos hefjist í Grímsvötnum í kjölfar hlaups en hlaup eru mun tíðari en gos.
Mælitæki Jöklarannsóknarfélags Íslands á Grímsfjalli. Einn ketill í baksýn og fjærst er Bárðarbunga.RÚV / Lára Ómarsdóttir