15. janúar 2025 kl. 7:36
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Ekið á gangandi vegfaranda og þjófnaðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna umferðarslyss þar sem ekið hafði verið á gangandi vegfaranda. Ekki er vitað um nákvæm meiðsli en viðkomandi var með meðvitund þegar lögreglu bar að garði. Málið er í rannsókn.

Þá bárust tilkynningar um þjófnaði í verslunum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og voru þau mál leyst á vettvangi. Að minnsta kosti tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um ölvunarakstur, og í miðbæ Reykjavíkur var maður handtekinn eftir að hafa sýnt ógnandi hegðun á veitingahúsum. Hann var látinn laus eftir skýrslutöku. Til rannsóknar eru einnig eignaspjöll í heimahúsi þar sem rúða hafði verið brotin.

Lögreglustöðin við Hlemm
RÚV / Kristinn Þeyr Magnússon