15. janúar 2025 kl. 7:54
Innlendar fréttir
Veður

Krapaflóð yfir vegi á Vestfjörðum

Veðurstofunni bárust tilkynningar um að snjór og krapi hafi farið inn á vegi á sunnanverðum Vestfjörðum í gærkvöld.

Unnur Blær Bartsch, sérfræðingur á sviði snjóflóða segir flóðin líklegast hafa verið krapaflóða eða vot snjóflóð. Það verði betur kannað í birtingu. Flóðin féllu í Kjálkafirði, í Bröttubrekku og rétt austan við afleggjarann hjá Miðhúsum.

Veðurstofan gaf í gær út viðvörun vegna hættu á grjóthruni, skriðum og krapaflóðum á sunnanverðum Vestfjörðum og á Suður- og Vesturlandi. Frost er að fara úr jörðu víða um land og úrkomu er spáð. Við þessi skilyrði getur jarðvegur orðið óstöðugur.

Snjóflóð féll á veginn um Hestfjörð í Ísafjarðardjúpi að kvöldi 22. apríl 2022. Fjöldi ökumanna þurfti að bíða í bílum sínum eftir að snjómoksturtæki var sótt og athafnaði sig. Sjónarvottur segir flóðið hafa verið kröftugt, um 50 metra breitt og allt að tveggja metra djúpt. Það rann út í sjó.
Mynd úr safni af krapaflóði.Aðsend/Haukur Vagnsson