18. janúar 2025 kl. 18:40
Innlendar fréttir
Ríkisútvarpið

Tæknibilun í útsendingu sjónvarpsfrétta

Tæknibilun olli því að sjónvarpsfréttatími sem hefjast átti klukkan 18:30 fór ekki strax í loftið. Útsending hófst um korteri eftir að áætlað var, korter fyrir sjö.

Fréttatíminn var því styttri en áætlað var.

Lottó færist til í dagskránni og verður sent út eftir leik Íslands og Kúbu á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Króatíu.