Vesturbæjarlaug er lokuð vegna netleysis. Fram kemur í tilkynningu á Facebook að óvíst sé hvenær hægt verður að opna laugina. Það verði í fyrsta lagi seinni partinn á morgun.
Þar segir að bilunin tengist því að leiðari hafi farið í sundur. Unnið sé að viðgerð og auk þess sem reynt er að tryggja annað net fyrir búnað laugarinnar.
Lokun laugarinnar hefur ekki áhrif á skólasund eða sundæfingar.
Anna Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður laugarinnar segir að ekki sé hægt að tryggja öryggi gesta né heldur að selja ofan í laugina vegna netleysisins. Hún segir að tilkynning verði birt á Facebook-síðu laugarinnar um leið og hægt verður að opna.