27. janúar 2025 kl. 13:43
Innlendar fréttir
Jarðhræringar

Jarðskjálfti 3,4 að stærð í Bárðarbungu

Jarðskjálfti 3,4 að stærð varð í öskju Bárðarbungu klukkan 12:49 í dag. Skjálftar af þessari stærð eru algengir í Bárðarbungu.

Tvær vikur er frá því að öflug skjálftahrina varð í Bárðarbungu, af völdum kvikuinnskots, og óvissustigi lýst yfir. Því var svo aflýst fyrir tíu dögum.