Rafmagnslaust er í hverfi 104 í Reykjavík vegna háspennubilunar. Að sögn Silju Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, liggur umfang rafmagnsleysisins ekki fyrir, en svo virðist sem það nái frá Kleppsvegi að Eimskipasvæðinu í Sundahöfn.
Hún segir ekki hægt að meta hvenær rafmagn komi aftur á, það fari eftir biluninni. Frekari upplýsinga sé að vænta á vef Veitna.
Einn íbúi við Kleppsveg sem fréttastofa hefur rætt við segir að svo virðist sem rafmagnslaust sé í Holtagörðum.
Horft yfir Holtagarða og athafnasvæði skipafélaganna Samskipa og Eimskips.RUV / Einar Rafnsson