3. febrúar 2025 kl. 21:04
Innlendar fréttir
Lögreglumál
Tveir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur við Rauðavatn
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til vegna þriggja bíla áreksturs við Rauðavatn um hálfa átta í kvöld.
Tveir dælubílar og sjúkrabíll voru sendir á vettvang en betur fór en á horfðist í fyrstu. Tveir voru fluttir til aðhlynningar á slysadeild.
Veginum var lokað á meðan unnið var á slysstað en hann hefur verið opnaður á ný.