Samgöngustofa hefur ekki afgreitt beiðni sem Miðstöð sjúkraflugs og Norlandair sendu stofnuninni, um undanþágu frá lokun austur-vestur flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli vegna sjúkraflugs í hæsta forgangi.
Í fréttum í gær var sagt að Samgöngustofa hefði hafnað beiðninni. Í svari frá Þórhildi Elínu Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu segir að ekki hafi verið hægt að afgreiða beiðnina að svo komnu máli.
Hún segir að skoða þurfi nánar með aðilum máls hvernig sé hægt að tryggja flugöryggi heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga.
Miðstöð sjúkraflugs og Norlandair funda með Samgöngustofu í dag.