Hættustig vegna bikblæðinga er enn í gildi á Bröttubrekku, í gegnum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal. Hættustig er einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði hefur verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund.
Einnig er varað við bikblæðingum og steinkasti í Hvalfirði. Bikblæðinga hefur orðið vart í Borgarfirði og á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er varað við bikblæðingum og steinkasti í Reykhólasveit og Ósafirði við Kleifaheiði.
Vetrarblæðingar hefur orðið vart á Öxnadalsheiði.
Vegagerðin varar einnig við holum víða um land og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega.
Á Kaldármelum á leiðinni á Snæfellsnes.Gréta Sigríður Einarsdóttir