25. febrúar 2025 kl. 12:51
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg

Harður árekstur á Vesturlandsvegi

Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi þegar bíll keyrði aftan á annan bíl. Tveir sjúkrabílar og tækjabíll voru sendir á vettvang að sögn Jóns Kristins Valssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning um slysið barst á hádegi.

Tveir voru fluttir til skoðunar á sjúkrahús.

Lögregla og slökkvilið á Vesturlandsvegi þar sem varð aftaní keyrsla.
Á Vesturlandsvegi.Aðsent