Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi þegar bíll keyrði aftan á annan bíl. Tveir sjúkrabílar og tækjabíll voru sendir á vettvang að sögn Jóns Kristins Valssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning um slysið barst á hádegi.