28. febrúar 2025 kl. 23:53
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg

Eldur kviknaði á Freyjugötu

Tveir slökkviliðsbílar voru kallaðir á vettvang þegar eldur kviknaði í íbúð á Freyjugötu í kvöld. Eldurinn hefur verið slökktur og engan sakaði alvarlega. Ein manneskja var þó tekin til skoðunar í sjúkrabíl, að því er kom fram í samtali fréttastofu við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.