Rafmagnslaust varð frá Rauðavatni að Hellisheiði vegna háspennubilunar á tólfta tímanum í gærkvöld. Heitavatnslaust varð víða í efri byggðum Kópavogs og Seljahverfi í Reykjavík. Viðgerð var lokið skömmu eftir klukkan tvö í nótt og rafmagn ætti að vera komið á hjá öllum, samkvæmt tilkynningu Veitna.
Rafmagn fór einnig af dælustöð hitaveitunnar. Því varð heitavatnslaust á stóru svæði í efri byggðum Kópavogs og Seljahverfis. Allir ættu þó að vera komnir aftur með heitt vatn, samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Veitna.
Hægt er að fylgjast með tilkynningum á vef Veitna.