Holtavörðuheiði var lokað vegna veðurs nú á öðrum tímanum. Hjáleiðir eru um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Snjóþekja og slæmt skyggni er á Bröttubrekku en hálka er víða á Snæfellsnesi og Vatnaleið en snjóþekja á Fróðárheiði, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.
Óvissustig er á fjölda vega á Suður- og Vesturlandi, meðal annars á Reykjanesbraut og Hellisheiði.