Dubai-súkkulaðibollurnar vinsælastar

Sigurður Þorri Gunnarsson

,

„Við erum þessa krönsí pistasíufyllingu og svo súkkulaðimús. Þetta er eiginlega hættulega gott og mig langar ekkert að segja þér hvað ég er búin að borða margar,“ segir Sylvía Haukdal, einn stofnenda 17 sorta, um vinsælustu bolluna þeirra þetta árið, Dubai-súkkulaðibolluna. Sú bolla líkir eftir hinu gríðarvinsæla Dubai-súkkulaði sem mikið er rætt um þessa dagana.

Þær Sylvía og Auður Ögn hjá 17 sortum hafa verið leiðandi í að fara óhefðbundnar leiðir í bollubakstri fyrir bolludaginn undanfarin ár.

Þú getur heyrt allt um bollurnar hjá 17 sortum í spilaranum hér að ofan.