7. mars 2025 kl. 15:53
Innlendar fréttir
Viðskipti

Bilun kom upp hjá Rapyd

RÚV / Eggert Jónsson

Bilun kom upp hjá greiðslufyrirtækinu Rapyd nú á fjórða tímanum. Fjöldi fyrirtækja og stofnana nýtir sér greiðslulausnir Rapyd bæði í verslunum og á netinu og urðu viðskiptavinir varir við bilunina.

Sigrún Jonný Óskarsdóttir þjónustustjóri Rapyd segir að brugðist hafi verið hratt við og að atvikið sé yfirstaðið. Hún segir að á þessu stigi liggi ekki fyrir hvað olli biluninni en nú verði farið í greiningu á því.