10. mars 2025 kl. 6:45
Innlendar fréttir
Veður

Hvess­ir norðan til á land­inu

Íbúar á norðanverðu landinu mega eiga von á meira hvassvirðri en síðustu daga. Þar er spáð vaxandi vestanátt, tíu til átján metrum á sekúndu, og verður heldur hvassara í vindstrengjum á stöku stað við fjöll. Sunnan til á landinu verður hægari vindur.

Það verður að mestu skýjað og dálítil væta norðan- og vestanlands, en annars bjart með köflum.

Í nótt og í fyrramálið dregur úr vindi. Veðurstofan spáir vestlægri eða breytilegri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Útlit er fyrir að það verði skýjað upp úr hádegi á morgun, en léttir til er líður á daginn.

Hiti þrjú til níu stig yfir daginn.

Mynd af úfnum sjó í miklu roki við Akureyrarhöfn.
RÚV / Selma Margrét Sverrisdóttir