Björguðu ferðamanni sem var týndur í fimm daga í Loðmundarfirði

Alexander Kristjánsson

,

Ferðamaður, sem ekkert hafði spurst til síðan á laugardagskvöld, fannst heill á húfi í Loðmundarfirði eftir leit björgunarsveita í morgun. Hann hafði hafst við úti í frosthörkum án nestis og búnaðar og nærst á jurtum og vatni.

Björgunarskipið Hafbjörg og björgunarbátur frá Ísólfi komu að honum þar sem hann veifaði á kletti við ströndina. Maðurinn var fluttur til Neskaupstaðar og á sjúkrahús til aðhlynningar, en hann hafði verið strandaglópur í fimm sólarhringa.

Myndskeiðið af björgunaraðgerðum hér að ofan er frá Landsbjörg.