5. apríl 2025 kl. 9:07
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Skólaus með ísexi í miðbænum

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Töluvert var um ölvun og óspektir, einn var handtekinn skólaus í í miðbæ Reykjavíkur en sá var á ferðinni með ísexi.

Annar var handtekinn eftir að hafa slegið mann í höfuðið með glerflösku á skemmtistað. Þá hafði lögregla afskipti af mönnum sem voru að selja fíkniefni.

Lögregla kölluð til vegna hóps ungmenna sem var að safnast saman á bifreiðastæði í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru ölvuð og var eitt þeirra með hafnaboltakylfu meðferðis.

Miðbær Reykjavíkurflickr.com / Dan Nguyen