9. apríl 2025 kl. 21:13
Innlendar fréttir
Fjarskipti
Kerfi hjá Vodafone lágu niðri
Bilun kom upp í netsambandi Vodafone á tíunda tímanum. Þá lá 5G net Vodafone einnig niðri. Bilunin hafði víðtæk áhrif á netþjónustu í um 20 mínútur.
Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, hafði ekki fengið upplýsingar um að netárás sé að eiga sér stað þegar fréttastofa náði tali af honum.
Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone má rekja bilunina til stofnnets ljósleiðara sem tók út megnið af kerfum Vodafone og netsambandi. Ekki er vitað hvað olli biluninni en unnið er að greiningu samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni.
Fréttin hefur verið uppfærð.