Í dag og næstu daga verður hægviðri um land allt með skúrum eða lítils háttar vætu. Hiti verður frá 5 stigum á annesjum norðan- og austanlands upp í 14 stig sunnantil.
Á sunnudaginn, sjómannadaginn, má svo gera ráð fyrir vestlægri átt, vætu á köflum og hvassviðri syðst. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Þá fer veður kólnandi með norðaustlægri átt eftir helgi og skúrum eða slydduéljum.
Gera má ráð fyrir hægviðri og vætu um land allt í dag.RÚV / Ásrún Brynja Ingvarsdóttir